Sæborg óskar eftir yfirmatráð

 

Hjúkrunarheimilið Sæborg á Skagaströnd óskar eftir að ráða yfirmatráð í 70-100% starf.

Um er að ræða vaktavinnu en hægt er að semja um vaktatilhögun og lengd vakta.

Reynsla af starfi með öldruðum er kostur. Mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga, frumkvæði, samstarfsvilja, sveigjanleika og hæfni í mannlegum samskiptum.

Yfirmatráður hefur yfirumsjón með eldhúsi, sér um matseld (heitan mat) og bakstur, skipuleggur matseðla allt að mánuð fram í tímann og annast innkaup á matvörum, áhöldum og tækjum. Hefur umsjón með þrifum. Gerð er krafa um reynslu á þessu sviði.

 

Laun samkvæmt kjarasamningum Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Kjalar (BSRB)

 

Umsóknarfrestur er til 10.12.2020.

 

Allar upplýsingar veitir

Jökulrós Grímsdóttir Hjúkrunarforstjóri í síma 848-1801 eða Eydís Inga Sigurjónsdóttir afleysing hjúkrunarforstjóra í síma 867-1088 eða í tölvupósti á saeborg@simnet.is