Sagan um Hans Klaufa

Mánudaginn 1. mars fóru börnin á Barnabóli á leiksýningu í Hólaneskirkju. Stopp leikhópurinn hafði fært söguna um Hans klaufa í leikbúning, sem tók um 30 mínútur í sýningu. Nemendur í Höfðaskóla, 1.-4. bekkur sóttu þessa sýningu líka. Sumir hinna ungu leikhúsgesta höfðu boðið foreldrum sínum með sér. Leiksýningin var í boði Héraðsnefndar, Höfðaskóla og Barnabóls.