Sálmabókagjöf til Hólaneskirkju

Þann 21. mars s.l. færði kvenfélagið Eining á Skagaströnd Hólaneskirkju 30 sálmabækur að gjöf. Stjórn Einingar færði kirkjunni gjöfina fyrir hönd kvenfélagsins en sr. Magnús Magnússon sóknarprestur í Skagastrandarprestakalli veitti bókunum viðtöku fyrir hönd safnaðarins og þakkaði við það tækifæri fyrir þessa góðu gjöf með von um að hún kæmi í góðar þarfir í helgihaldi framtíðarinnar. Á meðfylgjandi mynd má sr. Magnús taka við einni bók úr hendi Jóhönnu Sigurjónsdóttur formanns kvenfélagsins en baki henni eru aðrir stjórnarmeðlimir, Guðrún Soffía Pétursdóttir varaformaður, Ragnheiður Sandra Ómarsdóttir meðstjórnandi og Erla Hauksdóttir meðstjórnandi.