Sameiginlegur fundur

Hreppsnefnd Höfðahrepps og Bæjarstjórn Blönduóss héldu sameiginlegan fund í Kántrýbæ fimmtudaginn 11. mars sl. Á fundinum var fjallað um ýmis sameiginleg mál en aðalefni fundarins var kynning Wilhelms Steindórssonar verkfræðings á forsendum þess að leggja hitaveitu frá Blönduósi til Skagastrandar. Umræður um hitaveitumálið voru líflegar og margt í skýringum Wilhelms sem vakti áhuga á nánari skoðun á því máli. Samþykkt var að hvor sveitarstjórn skipi tvo fulltrúa til að ræða um framhald málsins og önnur sameiginleg hagsmunamál.