Samningur um sálfræðiþjónustu

 

Félags- og skólaþjónusta Austur-Húnavatnssýslu og Sensus slf. undirrituðu 2ja ára samning þann 31. ágúst sl. Samningurinn lýtur að sálfræðiþjónustu í skólum og leikskólum sveitarfélaganna. Ester Ingvarsdóttir hefur starfað fyrir sveitarfélögin síðustu tvö ár og hefur hún haft fasta viðveru á svæðinu einn til þrjá daga í mánuði. Markmiðið með nýjum samningi er að auka við sálfræðiþjónustuna og mun Ester nú vera fjóra daga í mánuði á svæðinu.

Hér sjást Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri Austur-Húnavatnssýslu og Ester Ingvarsdóttir eigandi Sensus slf. við undirritun samningsins.