Samningur undirritaður við Mennta- og barnamálaráðuneytið vegna FORNOR

Berglind Hlín Baldursdóttir deildarstjóri stoðþjónustu ásamt Alexöndur Jóhannesdóttur sveitarstjóra.
Berglind Hlín Baldursdóttir deildarstjóri stoðþjónustu ásamt Alexöndur Jóhannesdóttur sveitarstjóra.

Þann 1. desember undirritaði Sveitarfélagið Skagaströnd samning við Mennta- og barnamálaráðuneytið um stuðning við forvarna­verkefnið FORNOR – Forvarnaáætlun Norðurlands vestra.

Verkefnið hlaut 26 milljóna króna styrk og byggir á metnaðarfullri umsókn sveitarfélagsins sem miðar að því að efla farsæld barna og bæta þjónustu fyrir börn og fjölskyldur. Styrkurinn mun nýtast til að efla menntun, frístundastarf, forvarnir og ráðgjöf – allt til að skapa sterkari og heilbrigðari samfélag fyrir börnin okkar. 

Sérstaklega viljum við hrósa Berglindi Hlín Baldursdóttur, deildarstjóra stoðþjónustu við Höfðaskóla, sem á heiðurinn að þessu frábæra verkefni.

Innilegar hamingjuóskir með vel unnið starf og verðskuldaðan styrk!

Sveitarstjóri