Samþykkt um stuðning vegna hitaveituvæðingar

Sveitarstjórn Skagastrandar samþykkti á fundi sínum 26. febrúar sl. að styrkja eigendur íbúðarhúsa á Skagaströnd sem taka inn hitaveitu og þurfa að gera breytingar á húseignum sínum vegna þess. Í stuðningnum felst að einstaklingar sem eru eigendur íbúðarhúsa og þurfa að endurnýja ofna í húsum sínum geta fengið allt að 75% af kostnaði við ofnakaup í hús sitt sem styrk hjá sveitarfélaginu. Fjárhæð styrksins nær til ofnakaupa og/eða efnis í pípukerfi í gólfhitabúnað eingöngu en ekki til stýribúnaðar, ofnloka eða lagnakerfis að ofnum.

Sömuleiðis geta eigendur íbúðarhúsa sem þurfa að skila inn nýjum teikningum af lagnakerfi eigna sinna vegna nýs hitakerfis geta fengið allt að 25 þús. kr. styrk frá sveitarfélaginu vegna hönnunarkostnaðar.

Hámark styrkgreiðslna til eigenda hverrar íbúðar vegna þessara tveggja kostnaðarþátta er 250 þús. kr.