Samúðarkveðjur til samfélagsins í Húnabyggð

Sveitarfélagið Skagaströnd sendir íbúum Húnabyggðar innilegar samúðarkveðjur vegna þeirra vofeiglegu atburða sem áttu sér stað á Blönduósi í morgun.

Hugur íbúa er hjá samfélagi Húnabyggðar og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna þessa harmleiks. Megi þau finna styrk til að takast á við þessa miklu raun.

 

Kyrrðarstund verður haldin í Hólaneskirkju mánudaginn 22. ágúst kl. 20:00 og er opin öllum.

 

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar og sveitarstjóri.