Siðareglur sveitarstjórnar

Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórn Skagastrandar sem undirritaðar voru 13. ágúst 2014 hafa verið staðfestar af innanríkisráðuneytinu. Í 10. gr. reglnanna kemur m.a. fram að kjörnir fulltrúar undirgangist siðareglurnar og með undirskrift sinni og muni hafa þær að leiðarljósi. Siðareglurnar skuli vera aðgengilegar starfsfólki sveitarfélagsins, almenningi og fjölmiðlum á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagastrandar og á annan hátt sem sveitarstjórn ákveður, til að þessir aðilar geti gert sér grein fyrir meginreglum þeirra.

Siðareglurnar hafa verið settar á heimasíðuna undir "samþykktir" og má nálgast þær hér.