Síðasta námskeið skólaársins

 

Samþætting skólastiga, leikur að læra

Öllu starfsfólki grunn-og leikskóla Húnavatnssýslna var boðin þátttaka á námskeiðinu „Leikur að læra“ sem haldið var 5. júní s.l. á Hvammstanga.

Á námskeiðinu kenndi Kristín Einarsdóttir, íþrótta-og grunnskólakennari, hvernig nota má leik til að kenna börnum á aldrinum tveggja til tíu ára bókleg fög í leik og hreyfingu á skemmtilegan, líflegan og árangursríkan hátt.

Kennsluaðferðin Leikur að læra er þróuð með þarfir barna til að hreyfa sig að leiðarljósi. Aðferðinni er meðal annars ætlað að brúa bilið milli skólastiga, kenna í leik og tjáningu, minnka bóka- og borðavinnu og efla samvinnu nemenda.

Kynntar voru grunnhugmyndir kennsluaðferðarinnar og þátttakendur látnir fara í marga leiki  sem hægt er að nota í kennslu.

Mynd: Þátttakendur og  leiðbeinandi.