Síðbúnar snjómyndir frá 19. janúar.

Loksins kom ærlegur snjór, já en... alltof mikið í einu, sagði einhver. Hvernig er þetta með þennan meðalveg sem allir eru að tala um. Hafa veðurguðirnar aldrei heyrt um hann. Hann er með mátulega miklum snjó, góðum brekkum, 3-4 stiga frosti og sólskini. Við auglýsum hér með eftir honum en meðfylgjandi eru nokkrar myndir af börnunun á Barnabóli að leik í „ofursnjósköflum“ á Skagaströnd. Leikskólastjóri.