Signý Richter spyr í Drekktu betur á föstudagskvöldið

 

 

Spurningakeppnin Drekktu betur verður haldin á föstudagskvöldið 21. nóvember kl. 21:30. Spyrill kvöldsins verður Signý Richter og lofar hún fjölbreyttum og skemmtilegum spurningum við allra hæfi.

 

Sú nýbreytni var tekin upp síðast að ekki var gert uppiskátt hver bjórspurningin var fyrr farið var yfir svörin.

 

Reglur keppninnar eru m.a. þessar:

 1. Tveir í hverju liði
 2. 30 spurningar, skrifleg svör, skrifa skýrt og greinilega, merkja blöðin
 3. Einn spyrill, sem er dómari og alvaldur, ákvörðun hans er endanleg
 4. Bjórkassi í verðlaun fyrir þá sem hafa flest svör rétt
 5. „Bjórspurningin“; fyrir rétt svar fæst bjórglas á barnum. Ekki látið vita hvaða spurning það er fyrr en við yfirferð á svörum. Spyrill á að kvitta upp á svörin svo bjórinn fáist afgreiddur
 6. Hlé eftir 15 spurningar
 7.  Hlé eftir 30 spurningar
 8. Ókeypis inn en „drekktu betur“, kaffi, kók, bjór, vín og margt fleira í boði
 9. Þegar spurt er um nöfn útlendinga þá er fjölskyldunafnið, eftirnafnið, nóg
 10. Þegar spurt er um innlend mannsnöfn þá verður skírnarnafn og föðurnafn að koma fram.
 11. Ekki eru gerðar kröfur um réttritun, heldur nægir að svarið hljómi eins og rétt ritað svar
 12. Spyrill getur brugðið út af reglum ef um sérstakar aðstæður er að ræða
 13. Þátttakendur mega í hófi reyna að koma spyrli í vanda og gera grín að honum
 14. Þátttakendur verða að hlýða spyrli og mega ekki trufla aðra
 15. Ekki má sækja upplýsingar til annarra, hvorki í síma né á annan hátt.