Silfurleikar ÍR í Laugardalshöll 19.nóv.

Fimmtán hressir krakkar kepptu fyrir hönd USAH á  Silfurleikum ÍR í frjálsíþróttum í Laugardalshöllinni um síðustu helgi (19 nóvember).  Allir stóðu sig frábærlega og það sem mestu máli skiptir er að allir skemmtu sér konunglega. Góð þáttaka var á mótinu og voru 559 keppendur skráðir til keppni frá 22 samböndum.

  • Magnús Örn Valsson varð í  2. Sæti í kúluvarpi  í flokki pilta 16-17 ára.
  • Egill Örn Ingibersson sigraði í kúluvarpi  í flokki pilta 13 ára.
  • Páll Halldórsson varð í 2. sæti  í kúluvarpi í flokki pilta 12 ára.
  • Valgerður Guðný Ingvarsdóttir varð í 2. sæti í kúluvarpi í flokki stúlkna 11  ára.

                          Frábær árangur hjá Húnvetningunum.                         

        Stefán Velemir setti Íslandsmet í flokki 16 -17 ára pilta þegar hann varpaði kúlunni 15,99 m.

        Hann æfir og keppir með ÍR.

 

        Til hamingju með þennan frábæra árangur Stefán J