Sjálfbærni /Spil í leik og starfi

 

 

Mjög áhugaverð fræðsla í upphafi skólastarfs fyrir alla starfsmenn skóla Húnavatnssýslna.

 

Verkefni fræðsludagsins var tvíþætt, fyrir hádegi lærðu starfsmenn skólanna um grunnþátinn SJÁLFBÆRNI sem er einn af sex grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár. Í starfi skólanna í vetur verður tími notaður til að skoða hvað verið er að gera og hvað gera þarf frekar til að vinna í anda nýrrar aðalnámskrár og efla áherslur grunnþáttanna í skólastarfinu.

Ný aðalnámskrá og grunnþættirnir sex,  læsi í víðum skilningi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sköpun, eiga að vera öllu skólastarfi leiðarvísir og fyrirmynd um áherslur, vinnulag og framsetningu. Allt efnisval og inntak kennslu, leiks og náms skal mótast af grunnþáttunum.

Eftir hádegi lærðu starfsmenn hvernig nýta má spil til að efla ýmsa færni- og getu hjá nemendum og skemmta sér um leið.

 

Námskeiðið var skipulagt af skólastjórum grunnskólanna og Fræðsluskrifstofu A-Hún. og haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi.

 

Þátttakendur voru 89 og lýstu þeir mikilli ánægju með daginn.

 

Mynd: Þátttakendur og leiðbeinendur.