Sjö þúsund tonn á kvótaárinu

Nokkuð minni fiskafli barst á land í febrúar á Skagaströnd en á sama tíma í fyrra. Engu að síður hefur aldrei borist meiri afli á land en á yfirstandandi kvótaári. Þetta kemur glögglega í ljós á súluritinu hér til hliðar. Það sem af er hafa rúmlega 7 þúsund tonn borist á land en voru tæplega sex þúsund í fyrra sem var metár.

Heildaraflinn í febrúar var 541 tonn en var í sama mánuði í fyrra 875 tonn.

Afli einstakra skipa var sem hér segir:

Arnar HU-1, ein löndun, 296,7 tonn
Fjölnir SU-58, línubátur tvær landanir, 103,4 tonn
Páll Jónsson GK-7, línubátur, ein löndun 69,3 tonn
Alda HU-112, línubátur, sex landanir, 35,9 tonn
Sæfari SK-112  línubátur, fimm landanir, 8,7 tonn
Dagrún ST-12, netabátur, ellefu landanir, 9,3 tonn
Ólafur Magnússon HU-54, netabátur, 8 landanir 3,9 tonn