Sjómenn á tölvunámskeiði

Undanfarnar 2 vikur hafa sjómenn af Arnari HU1 og Örvari HU2 setið 36 stunda tölvunámskeið í Höfðaskóla. Þetta námskeið var sniðið fyrir byrjendur og var farið í grunnþætti í Windows, Word, Excel og Internetinu. Þótti námskeiðið takast vel og þátttakendur voru ánægðir með hvernig til tókst. Þetta námskeið var haldið í samvinnu Farskóla Norðurlands vestra og Brims. Kennari var Dagný Rósa Úlfarsdóttir