Sjónvarps- og útvarpsútsendingar á Skagaströnd

Þessa viku verða beinar útvarps- og sjónvarpsútsendingar á kaplinum. Það eru nemendur á fjórðu önn í fjölmiðlatækni við Flensborgarskálann undir stjórn Halldórs Árna Sveinssonar, kennara og listamanns.
 
Tilgangurinn er að safna ábendingum um efni. Markmiðið er að gera sem flestu skil í mannlífi og menningu Skagstrendinga og í því skyni er meðal annars ætlunin að heimsækja vinnustaði og fá áhugavert fólk í viðtöl.

Í kvöld, mánudaginn 30. mars kl. 20:30, verður kynningafundur í Félagsheimilinu Fellsborg. Þar mun Halldór og nemendur hans skýra út hvað þeir ætla að gera og fá tillögur frá heimamönnum. Þar af leiðir að allir eru hjartanlega velkomnir og boðið verður upp á kaffi.

Flesnsborgarskóli kemur hingað í samvinnu við Sveitarfélagið, Útvarp Kántrýbæ, Höfðaskóla, Sjónvarpsfélagið og ýmsa einstaklinga.

Ætlunin er að standa fyrir útvarpsútsendingum í Kántrýbæ frá þriðjudegi til föstudags kl. 14 til 16.
Sjónvarps útsendingar verða á kapalkerfinu frá klukkan 18 til 18:30.

Halldór er síður en svo ókunnur á Skagaströnd. Hann dvaldi í fyrra í Nes listamiðstöðinni og málaði myndir af miklum móð. 

Honum leið vel hér og tók miklu ástfóstri við bæinn og bauð þess vegna upp á námskeið í listmálum sem meira en tuttugu manns tóku þátt í.

Halldór er núna að ganga frá heimildarmynd um Skagaströnd sem hann tók í fyrra og væntanlega verður hún tilbúin síðar á árinu.

Áhugasamir geta náð sambandi við Halldór í síma 856 5857.