Sjósund á Skagaströnd

 

Þeir eru margir sem sækja sjóinn frá Skagaströnd. Hún Katy Hertell, myndlistarmaður frá Finnlandi, fer hins vegar í sjóinn á Skagaströnd. 


Og hvað í ósköpunum fær fólk til að baða sig í köldum sjó? Það vita varla aðrir en þeir sem hafa reynt það og þeir eru fjölmargir, jafnvel nokkrir á Skagaströnd. 


Sjóböð ku vera svo óskaplega holl og góð. Fyrir utan þá vellíðan sem færist í kroppinn eftir stutt bað í köldum sjó er leitun að betra meðali gegn kvefi og raunar flestum öðrum kvillum. Sjá nánar bloggsíðu Sjósundmanna Íslands, http://sjosund.blogspot.com/.

 

Margir hafa séð meðfylgjandi mynd af Magnúsi B. Jónssyni sveitarstjóra kvótalausan á fiskiríi fyrir utan Skagaströnd (skyldi Sjávarútvegsráðuneytið vita af þessu ...?).

 

Annars væri ekki vitlaus hugmynd að stofna til sjóbaðfélags. 

Áhugasamir geta hafa samband við Sigurð á skrifstofu sveitarstjórnar.