Skagastrandaprestakall, Sunnudagaskólinn í Hólaneskirkju

Sunnudagaskólinn hefur verið á netinu undanfarnar vikur mörgum til mikillar ánægju.

En nú ætlum við að smella í einn sunnudagaskólaí kirkjunni fyrir sumarleyfi. Syngja, hlusta á Biblíusögu, fylgjast með hvað Tófa hefur fyrir stafni, biðja fallegra bæna og eiga samverustund á kirkjuloftinu með djúsi og með því.

Sunnudagaskólabörnin eiga eftir að fá marga límmiða til að setja í fallegu kirkjubókina sína, en þeir verða afhentir eftir stundina.

Fermingarbörn eru sérstaklega boðin velkomin og vissulega hverjum og einum sem langar að koma í fallega samveru í kirkjunni.

Kveðja Sr. Bryndís Valbjarnardóttir