Skagastrandarlisti býður fram til sveitarstjórnar

 

Skagastrandarlistin fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar

Framboðslisti Skagastrandarlistans (H-listi) var samþykktur á fjölmennum fundi stuðningsmanna sem haldinn var í Bjarmanesi 24. apríl sl.  Val á listann fór þannig fram að boðað var til opins fundar viku fyrr þar sem tekin var ákvörðun um að standa að framboði. Á þeim fundi var einnig kosin þriggja manna uppstillingarnefnd sem lagði tilllögu sína fyrir fundinn 24. apríl, þar sem hún var samþykkt samhljóða.

Framboðslisti Skagastrandarlistans (H-listi)

  1. Halldór G. Ólafsson, framkvæmdastjóri

  2. Péturína L. Jakobsdóttir, skrifstofustjóri

  3. Róbert Kristjánsson, verslunarstjóri

  4. Hrefna D. Þorsteinsdóttir, skrifstofumaður

  5. Jón Ólafur Sigurjónsson, skrifstofumaður

  6. Hafdís H. Ásgeirsdóttir, hársnyrtir

  7. Ástrós Elísdóttir, leikhúsfræðingur

  8. Gunnar S. Halldórsson, matreiðslumaður og sjómaður

  9. Guðrún Soffía Pétursdóttir, umsjónamaður starfs eldri borgara

  10. Adolf H. Berndsen, framkvæmdastjóri