Skagastrandarlistinn býður fram til sveitarstjórnar

Skagastrandarlistinn samþykkti á fundi í Kántrýbæ 26. apríl sl. svohljóðandi framboðslista til sveitarstjórnakosninga 2010:

 

1.    Adolf H. Berndsen

2.    Halldór G. Ólafsson

3.    Péturína L. Jakobsdóttir

4.    Jón Ó. Sigurjónsson

5.    Jensína Lýðsdóttir

6.    Baldur Magnússon

7.    Valdimar J. Björnsson

8.    Svenný H. Hallbjörnsdóttir

9.    Björn Hallbjörnsson

10. Birna Sveinsdóttir

Skagastrandarlistinn hefur boðið fram undir bókstafnum S frá árinu 1994 en nú hefur verið ákveðið að þar sem Samfylkingin hafi fengið þann bókstaf úthlutaðan á landsvísu verði Skagastrandarlistinn að velja annan listabókstaf.

Ákveðið hefur verið að Skagastrandarlistinn bjóði fram undir bókstafnum H.

Listinn heitir því H-listi, Skagastrandarlisti.