Skagaströnd / Borgarbyggð í Útsvari í kvöld

 

Description: http://dagskra.servefir.ruv.is/kringlumyndir/19110/19110-1.jpg

Í kvöld föstudagskvöldið 7. nóvember kl 20.10 verður spurningaþátturinn Útsvar á dagskrá RÚV í beinni útsendingu. Keppendur eru frá sveitarfélögunum Skagaströnd og Borgarbyggð.

Fyrir hönd Skagastrandar mæta:

Trostan Agnarsson, kennari við Höfðaskóla

Árni Friðriksson, jarðfræðingur og starfsmaður BioPol

Eva Ósk Hafdísardóttir, stuðningsfulltrúi við Höfðaskóla

Við óskum þeim góðs gengis í viðureign við harðsnúið lið Borgfirðinga.