Skagaströnd fær listaverk að gjöf

Magnús V. Guðlaugsson ljósmyndari færði fyrir helgi Sveitarfélaginu Skagaströnd listaverk að gjöf. Um er að ræða stóra mynd sem samsett er úr fjölda ljósmynda sem Magnús hefur tekið af görðum í bænum.

Listaverkið afhenti Magnús við opnun málverkasýningar Halldórs Árna Sveinssonar í Kælinum í Nes-Listamiðstöðinni við upphaf Kántrýdaga. 

Adolf H. Berndsen tók við gjöfinni fyrir hönd sveitarfélagsins og færði hann listamönnunum að gjöf bókina Byggðin undir borginni.

Þess má geta að Magnús er fæddur á Skagaströnd og ólst þar upp til sextán ára aldurs.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri, Adolf, Halldór og Magnús og í baksýn hangir listaverk Magnúsar á vegg.