Skagaströnd tilnefnt til umhverfisverðlauna

Alls bárust 27 tilnefningar til umhverfisverðlauna Ferðamálstofu 2009 en frestur rann út í lok október. Tilkynnt verður um verðlaunahafann þann 19. nóvember næstkomandi.

Tilgangur verðlaunanna er að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi. Þau geti með því orðið hvatning til ferðaþjónustuaðila og viðskiptavina þeirra að huga betur að umhverfi og náttúru og styrkja þannig framtíð greinarinnar. 

Verðlaunin hafa verið afhent árlega frá árinu 1995 og er þetta því í 15. skiptið.

Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir að þessu sinni:

  • Brekkulækur í Miðfirði (Arinbjörn Jóhannsson)  
  • Bílaleiga Flugleiða ehf.- Hertz 
  • Bjarteyjarsandur á Hvalfjarðarströnd 
  • Djúpavogshreppur 
  • Drangeyjarferðir (Jón Eiríksson bóndi á Fagranesi) 
  • Eldhestar 
  • Farfuglaheimilið Ytra Lón á Langanesi 
  • Ferðafélag Fljótsdalshéraðs 
  • Ferðaþjónustan á Kirkjubóli á Ströndum 
  • Garðyrkjustöðin Engi, Laugarási í Biskupstungum  
  • Heydalur í Mjóafirði 
  • Hornbjargsviti (Óvissuferðir ehf.) 
  • Hrífunes í Skaftártungum 
  • Hveragerðisbær 
  • Iceland Conservation Volunteers (Sjálfboðaliðar Umhverfisstofnunar)  
  • Íslenskir Fjallaleiðsögumenn http://www.fjallaleidsogumenn.is
  • Norðursigling á Húsavík 
  • Reykjanesbær (fyrir strandgönguleið)  
  • Reykjanesfólkvangur  
  • Selasetur Íslands á Hvammstanga 
  • Sjálfbært Snæfellsnes (Verkefni 5 sveitarfélaga á Snæfellsnesi) 
  • Skálanes á Seyðisfirði http://www.skalanes.com
  • Sveitarfélagið Skagaströnd 
  • Tjaldsvæðið á Tálknafirði 
  • Útilífsmiðstöð skáta við Úlfljótsvatn 
  • Veraldarvinir 
  • Vörumerkið Fisherman á Vestfjörðum