Skagginn 2015

 Bæjarhátíðin Skagginn var haldin dagana 14.-16. ágúst 2015. Markmið hátíðarinnar var að skapa skemmtilega stemningu á Skagaströnd þar sem íbúar og félagasamtök tækju höndum saman um að eiga góðar stundir og gleðidaga. Tómstunda- og menningarmálanefnd sem stóð fyrir hátíðinni og sá um skipulag hennar hefur farið yfir hvernig til tókst og telur að með góðum stuðningi allra þátttakenda, íbúa, félagasamtaka, fyrirtækja og stuðningsaðila hafi hátíðin tekist vel og staðið undir væntingum.

Nefndin kaus að kalla alla þessa aðila „vini Skaggans“ og færir þeim öllum bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Nefndin þakkar sömuleiðis öllum þeim jákvæðu og góðu gestum sem sóttu hátíðina heim og lögðu einnig sitt af mörkum til að gera Skaggann að þeirri notalegu og skemmtilegu hátíð sem raun bar vitni.

 

Tómstunda- og menningarmálanefnd Skagastrandar