Skagginn - tónlistaratriði

 

Skagginn 2015

Útisvið á Hólanesi laugardaginn 15. ágúst 

  Söngvaborg kl 13.00

Barna- og fjölskylduskemmtunin Söngvaborg verður á útisviði þar sem Sigga Beinteins og María Björk mæta með Söngvaborg ásamt Subba sjóræningja og leynigesti.

Söngvaborg er þekkt fyrir skemmtilegt efni í leik, tali og tónum þar sem alls konar persónur koma við sögu. 

Dagskráin er studd af Minningarsjóði um hjónin frá Garði og Vindhæli

Tónlistardagskrá kl. 21:00-23:00

Á útisviðinu koma fram nokkur ungmenni á Skagaströnd ásamt eldri og reyndari tónlistarmönnum.

Unglistamennirnir; Eymundur, Laufey Lind, Snæfríður, Guðný Eva, Arna Rún, Kristmundur og Jón Árni munu syngja og leika á ýmis hljóðfæri og standa fyrir tónlistarveislu undir stjórn Guðmundar Egils.

Nes listamennirnir; Cristina og Beate munu sýna dans við undirleik kontrabassa.  

Trúbadorinn; Gunnar S. Björnsson mun taka nokkur lög og hita upp fyrir ball með Trukkunum sem verður á Borginni seinna um kvöldið.

Gítarsnillingurinn; Gummi Jóns mun taka góða syrpu af lögum sínum eins og honum einum er lagið.

Varðeldur verður kveiktur kl 23.00 og þá mun Guðmundur Egill ásamt fleiri góðum stýra varðeldasöngvum.