Skagi - dansviðburður

Dansverkið SKAGI verður frumflutt fimmtudaginn 20. október kl 20.00  í gamla Kaupfélagshúsinu að Einbúastíg 2 á Skagaströnd. Sýningar verða fimmtudag, föstudag, laugardag og síðasta sýning sunnudaginn 23. október. Allar sýningar hefjast kl 20.00

SKAGI Dansviðburður er saminn, stjórnað og fluttur af Andreu RC Kasper. Með henni dansa þrír af nemendum hennar, Sigurlaug Máney Hafliðadóttir, Sigurbjörg Katla Valdimarsdóttir og Guðrún Anna Halldórsdóttir.

Kvöldið kannar einangrun, einmannaleika og það að vera einn. Viðburðurinn byrjar á mynd sem heitir Peninsula og er samvinnuverkefni milli Andreu RC Kasper sem er dansari búsett á Skagaströnd og Rebecca Levy sem er kvikmyndagerðarkona frá Bandaríkjunum. Eftir myndina er dansverkið SKAGI flutt.

Miðaverð er:

1000 kr fyrir fullorðna
500 kr fyrir grunnskólabörn

Dansverkið er styrkt af Menningarráði Norðurlands Vestra og Minningarsjóðnum um hjónin frá Garði og Vindhæli.

Það eru takmörkuð sæti á hverri sýningu og móttaka eftir sýninguna.