Skagstrendingar á leiklistarhátíð á Akureyri

Um 150 norðlensk ungmenni taka þátt í Leiklistarhátíð Þjóðleiks Norðurlandi sem haldin verður í Listagilinu Akureyri um helgina. Upphafið verður skrúðganga frá Rósenborg niður Listagilið föstudaginn 1. apríl kl. 16 og er fólk hvatt til að mæta og taka þátt. 

Leiksýningar verða á klukkutíma fresti föstudag frá klukkan 17 - 19 og laugardag klukkan 10 – 19.
 
Í Listagilinu munu Norðlendingar og gestir þeirra eiga vona á veisluhlaðborði sviðslista. Uppsetningarnar sjö eru á tveimur glænýjum íslenskum leikverkum eftir upprennandi íslensk leikskáld, en hóparnir gátu valið milli þriggja verka til að setja upp. Þau voru: Mold (höf. Jón Atli Jónasson), Kuðungarnir (höf. Kristín Ómarsdóttir) og Iris (höf. Brynhildur Guðjónsdóttir og Ólafur Egill Egilsson).
 
Hátíðin hefur átt langan aðdraganda þar sem flestir hópar hafa æft og frumsýnt í sinni heimabyggð en koma nú saman undir einum leiklistarhátíðarhatti og sýna alls 15 leiksýningar á tveimur dögum. 

Áhugafólk um leiklist er hvatt til að heimsækja Listagilið og sjá ungt og upprennandi leikhúsfólk sýna það sem í þeim býr. 

Þjóðleikur á Norðurlandi er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og fjölda aðila á Norðurlandi.
 
Nánari upplýsingar veitir Björk Sigurgeirsdóttir verkefnisstjóri Þjóðleiks á Norðurlandi í síma 844 6640 og netfanginu bjorksig@akureyri.is.
 
Meðfylgjandi myndir eru frá fumsýningu eins hópsins Daddavarta á Skagaströnd í gær, þriðjudag 29. mars.