Skagstrendingar á skíðum

Síðasta laugardag viðraði vel til skíðaferða og Skagstrendingar gripu tækifærið og fjölmenntu á skíðasvæðið í Tindastóli. 


Hér eru nokkrar myndir sem Ingibergur Guðmundsson tók af unga fólkinu sem ber sig svo fagmannlega. 


Þess má að auki geta að daglegar rútuferðir eru alla laugardaga frá Skagaströnd á Tindastól. 


Skíðasvæðið er opið um helgar frá 11 til 17 en 14 til 19 virka daga.