Skagstrendingar eignast kirkjutorg

Framkvæmdum á kirkjutorginu við Hólaneskirkju er lokið og hefur svæðið tekið á sig annan blæ. Þykir hafa tekist vel til með skipulag og framkvæmdina sem ber handverki starfsmanna gott vitni. Svæðið var teiknað af Hornsteinum arkitektar ehf. Verkefnastjórn þess var í höndum umhverfisstjóra Höfðahrepps. Að verkefninu komu starfsmenn Höfðahrepps, starfsmenn Trésmiðju Helga Gunnarsonar ehf., Vélaleigu Guðmundar Björnssonar, starfsmenn Sorphreinsunar Vilhelms Harðarssonar ehf., Sigurbjörn Björgvinsson bifreiðarstjóri og starfsmenn Rarik.