Skagstrendingar í verðlaunasætum

Um síðustu helgi var haldið á Varmárvelli í Mosfellsbæ hið árlega frjálsiþróttamót Gogga Galvaska. Mót þetta er eitt fjölmennasta frjálsíþróttamót landsins, fyrir 14 ára og yngri og var það nú haldið í 21. sinn.

 Til leiks mættu m.a. 11 frískir og kraftmiklir krakkar frá Skagaströnd. Þrír  af þeim urðu á meðal þeirra efstu. 
  • Auðunn Árni Þrastarson varð í 2.sæti í 600 m. hlaupi í flokki 9-10 ára, 
  • Valgerður Guðný Ingvarsdóttir varð í 2.sæti í boltakast og í 3.sæti í langstökkki í flokki  9-10 ára. 
  • Róbert Björn Ingvarsson varð í 3.sæti í 800 m.hlaupi í flokki 13-14 ára.
Auk íþróttakeppninnar var margt í boði, þar á meðal skrúðganga, gróðursetning og sundlaugarpartí. 

Goggi galvaski, hefur haft það að leiðarljósi frá upphafi að gestir skemmti sér vel í leik og keppni og það brást ekki í ár.

Meðfylgjandi myndir eru af keppendunum frá Skagaströnd.