Skagstrendingum fjölgar umfram landsmeðaltal á milli ára

Ljósmyndari: Helena Mara Velemir
Ljósmyndari: Helena Mara Velemir

Hagstofan gaf í dag út tölfræði yfir mannfjöldabreytingar eftir landshlutum.

Minnst fjölgun var á Norðurlandi vestra en ánægjulegt er þó að Skagstrendingum hefur fjölgað um 2,8% á milli ára sem er yfir landsmeðaltali sem er 2,0% fjölgun á milli ára.

Nánari gögn má nálgast á heimasíðu Hagstofunnar hér.