Skákmót Skagastrandar 2024

Þrír af fjórum efstu, talið frá vinstri Lárus – Martin – Valtýr
Þrír af fjórum efstu, talið frá vinstri Lárus – Martin – Valtýr

Skákmót Skagastrandar fór fram í mars mánuði s.l. og voru keppendur 8 talsins. Um langt árabíl fyrir nokkuð löngu síðan voru svona mót haldin árlega. Fyrirtækið H 59 ehf. á Skagaströnd ákvað að koma keppninni á fót aftur og gaf fyrirtækið veglegan bikar sem farandgrip til að keppa um árlega auk peningaverðlauna fyrir þrjú efstu sætin.

Einn gestur keppti á mótinu, Martin Krempe, og sigraði hann og hlaut 6 vinninga úr 7 skákum. Næstur honum varð Lárus Ægir Guðmundsson með 5 vinninga og hlýtur hann titilinn Skákmeistari Skagastrandar 2024. Í þriðja sæti voru þeir Halldór Ólafsson og Valtýr Sigurðsson með 4 vinninga.