Skákvika á Skagaströnd.

Vikuna 23.-27. janúar verður Skákvika í Höfðaskóla í samstarfi við skákfélagið Hrókinn.

 

Róbert Harðarson alþjóðlegur skákmeistari verður á Skagaströnd þessa daga og mun hann kenna skólabörnum auk þess að vera með skákæfingar, fjöltefli og hraðskákmót.

 

Hrókurinn hefur að undanförnu staðið fyrir öfluga skákstarfi á Íslandi svo og erlendis.

 

Stuðningsaðilar skákvikunnar eru Fisk Seafood, Landsbanki Íslands og Marska ehf.