Skemmtidagskrá um Björn á Löngumýri

 

 Í vetur hefur Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps æft skemmtidagskrá í tali og

tónum sem er helguð Birni Pálssyni bónda, kaupfélagsstjóra og

alþingismanni á Ytri-Löngumýri.

 

Í dagskránni eru flutt 16 sönglög með lesnum pistlum á milli. Þar kemur

meðal annars töluvert til sögu vera Björns á Skagaströnd sem

kaupfélagsstjóri og útgerðarmaður, einnig baðmálið fræga. Þá mun heyrast

frá Lukku Láka og minnst verður á Kántrýbæ.

 

Handritshöfundur er Jóhanna H. Halldórsdóttir á Brandsstöðum. Söngstjóri

er Sveinn Árnason á Víðimel. Undirleik annast Elvar Ingi Jóhannesson á

Torfalæk ásamt hljómsveit Skarphéðins Einarssonar.

 

Sýningar verða þrjár, í Blönduóskirkju fimmtudaginn 11. mars, í

Félagsheimilinu á Hvammstanga föstudaginn 12. mars og í Miðgarði

fimmtudaginn 18. mars. Hefjast allar sýningarnar kl. 20.30.

 

Miðaverð er kr. 2.500.- sem vinsamlega greiðist með reiðufé.

 

Kórfélagar.