Skemmtileg frétt

Filuren leikhúsið í Musikhuset í Aarhus hefur frumsýnt barnaleikritið Valhal 22 stuen t.v. Þar er í einu aðalhlutverkinu Skagstrendingurinn Laufey Sunna Guðlaugsdóttir. Leikritið er skemmtileg blanda af norrænu og grísku goðafræðinni auk nútímans með sitt einelti og kynþáttahatur. Þess má einnig geta að Laufey Sunna  situr í borgastjórn Aarhusborgar fyrir hönd ungs fólks.