Skíðasvæðið undirbúið

Hafin er undirbúningur að opnun skíðasvæðisins í Spákonufelli og standa vonir til þess að hægt verði að opna lyftuna á næstu dögum komi ekki neitt óvænt upp á. Nægur snjór er á svæðinu eins og þessar myndir bera með sér. Verið var að losa vírinn þegar myndirnar voru teknar en eftir er að færa til snjó, yfirfara lyftuna og hreinsa snjó í kringum Skíðaskálann.