Skólaferðalag nemenda í 9. og 10. bekk.

Undanfarin ár hefur það verið venja að nemendur í 9. og 10. bekk hafa farið í skólaferðalag til Danmerkur annað hvort ár. Síðastliðinn vetur barst ósk frá vinabæ okkar í Noregi, sem heitir Hönefoss, um gagnkvæm nemendaskipti. Var það einn bekkur í Hov ungdomsskole sem vill gjarnan koma til Íslands og kynnast landi og þjóð.Var það samþykkt og hafa nokkur samskipti verið milli nemenda síðan. Nú hefur verið ákveðið að norsku nemendurnir verði á Skagaströnd 24.-26. maí en að nemendur 9. og 10. bekkjar Höfðaskóla verði í Noregi 7.-12. júní. Munu þeir dvelja í Hönefoss 7.-9. júní en að öðru leyti hefur dagskráin ekki enn verið fullmótuð.