Skólaferðalag til Danmerkur

Miðvikudaginn 14. maí hélt hópur nemenda 9. og 10. bekkjar Höfðaskóla í skólaferðalag til Danmerkur. Í hópnum eru 28 nemendur og 3 leiðbeinendur. Þau munu dvelja í Kaupmannahöfn og nágrenni til 20. maí. Á dagskránni er að heimsækja skemmtigarðana Bakken og Tívolí og líta við í "Belive it or not" safninu ásamt mörgu öðru skemmtilegu og fræðandi.