Skólahaldi aflýst á Skagaströnd

 

Að höfðu samráði við björgunarsveitina Strönd og sveitarstjóra hefur verið tekin ákvörðun um að aflýsa skólahaldi á Skagaströnd, á morgun, þriðjudaginn 10. desember.

Ef veruleg breyting verður á spá og stefnt verður að opnun skóla á morgun, fá foreldrar/forráðamenn tölvupóst eða sms skilaboð þess efnis.

 

 

 

Með góðri kveðju

 

 

 

Sara Diljá Hjálmarsdóttir

 

Skólastjóri Höfðaskóla

 

https://www.hofdaskoli.is/