Skóli opnar dyr

Vinnumálstofnun Norðurlands vestra heldur námskynningu á á Kaffi Krók á Sauðárkróki mánudaginn 16. maí kl. 14. Þar verða kynntir möguleikar á að hefja nám haustið 2011 í framhaldsskólum og háskólum undir yfirskriftinni: Skólinn opnar dyr!

Upfylla þarf inntökuskilyrði skólanna en þeim hefur verið gert kleift að taka við mun fleiri nemendum en áður.

Á kynningunni verða fulltrúar frá eftirtöldum skólastofnunum: 
  • Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra
  • Farskólanum
  • Hólaskóla
  • Háskólanum á Akureyri
Kynningarefni frá fleiri skólum verður í boði. Allir velkomnir