Sköpum störf saman !

Vinnumálastofnun á Norðurlandi vestra býður atvinnurekendum og fulltrúum sveitarfélaganna til kynningarfunda um átakið „Vinnandi vegur“, sem er átak til að skapa störf fyrir atvinnuleitendur.

Kynningarfundir verða haldnir á eftirfarandi stöðum.

1.mars á Sauðárkróki á Kaffi Krók kl. 15:00.

2.mars á Hvammstanga í Hlöðunni kl. 11:00.

2.mars á Blönduósi í Eyvindarstofu kl. 14:00.

5.mars á Skagaströnd hjá Vinnumálastofnun kl. 11:00.

Við vonumst til að sem flestir atvinnurekendur sjái sér fært að mæta.

Starfsfólk þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Norðurlandi vestra