Skreytingar á Kántrýdögum

Tómstunda- og menningarmálanefnd hefur ákveðið að veita viðurkenningu fyrir best/skemmtilegast/frumlegast /fallegast skreyttu götuna um Kántrýdaga.

Nokkrir smekkvísir listamenn í Nes listamiðstöð hafa tekið að sér að úrskurða um ágæti skreytinga í götum og munu meta skreytingamál á föstudagskvöldi og laugardegi.

Tilkynnt verður um niðurstöðu og viðurkenning veitt á fjölskylduskemmtun á laugardagskvöldi. 

Tómstunda og menningarmálanefnd