Skrifað undir vaxtasamning Norðurlands vestra á Sauðárkróki



Skrifað var undir fyrsta Vaxtasamning Norðurlands vestra á Sauðárkróki í dag. Samningurinn er til þriggja ára og er framlag ríkisins samtals um 90 milljónir króna. Miklar vonir eru bundnar við samninginn.

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra skrifaði undir samninginn fyrir hönd ríkisins en Adolf Berndsen formaður sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, skrifaði undir fyrir hönd heimamanna. Sérstök áhersla verður lögð á tvo klasa, annars vegar menntun og rannsóknir og hins vegar menningu og ferðaþjónustu. Með samningnum skuldbindur iðnaðarráðuneytið sig til að greiða 90 milljónir til verkefnanna á næstu þremur árum og er það hluti af mótvægisaðgerðum vegna niðurskurðar þorskkvótans.

Við sama tækifæri var undirritaður viðaukasamningur við vaxtarsamning sem er samningur fyrirtækja og stofnana um aðkomu að vaxtarsamningi í formi fjármagns, sérfræðivinnu eða aðstöðu. 17  fyrirtæki og stofnanir eru aðilar að samningnum og nema framlög þeirra samtals um 56,4 milljónum króna á samningstímanum, en þau eru; SSNV atvinnuþróun, Sparisjóður Húnaþings og Stranda, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélagið Aldan,Landsvirkjun, Kaupþing banki, Byggðastofnun, Háskólinn á Hólum, Háskólinn á Bifröst, Nýsköpunarmiðstöð, Veiðimálastofnun, Menningarráð Norðurlands vestra, Verið- vísindagarðar, Biopol, Selasetur Íslands og Forsvar.

Heimild: Húnahornið