Slagorð gegn reykingum

Krabbameinsfélag Austur-Húnavatnssýslu efndi til samkeppni í 8., 9. og 10. bekk í skólunum hér á svæðinu nú í vor um besta slagorðið á stuttermaboli.  Í þeim átti að koma fram áróður gegn reykingum. Margar góðar hugmyndir voru sendar inn, og það voru einmitt tvær stúlkur úr Höfðaskóla sem unnu samkeppnina, þær Sólrún Ágústa og Laufey Inga í 9. bekk.  

Þess má geta að allir þessir þrír bekkir eru reyklausir, og fá þeir sent viðurkenningarskjal með innilegum hamingjuóskum ásamt stuttermabolum með besta slagorðinu á.