Sleðaferð í Hólabergið

Börnin á Barnabóli fóru með snjóþoturnar sínar upp í brekkurnar í Hólaberginu á föstudaginn var. Eftir margra ára snjóleysi í brekkunum (að minnsta kosti í barnsminninu) var loksins kominn nógur snjór til að renna sér í. Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér var ákefðin mikil og börnin skemmtu sér konunglega. Helga Bergsdóttir leikskólastjóri