Slökkvilið Skagastrandar gerir samning um gagnkvæma aðstoða við Brunavarnir Skagafjarðar

Slökkvilið Skagastrandar og Brunavarnir Skagafjarðar hafa gert með sér samning um gagnkvæma aðstoð.

Samningur þessu er áþekkur þeim sem eru í gildi um allt land og kveður á um gagnkvæma aðstoð slökkviliða þar sem þjónustusvæði liðanna liggja saman.

Á myndinni má sjá Svavar Atla Birgisson slökkviliðsstjóra Brunavarna Skagafjarðar og Jón Ólaf Sigurjónsson slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Skagastrandar við það tilefni.