Söguleg safnahelgi á Norðurlandi vestra

Söfn og setur á Norðurlandi vestra hafa tekið höndum saman um að bjóða upp á sérstaka safna- og setrahelgi 8. – 9. október nk. í tengslum við verkefnið „Huggulegt haust“.

Það verður opið hús og sérstök dagskrá hjá fjölmörgum söfnum og setrum á Hvammstanga, Laugarbakka, Blönduósi, Skagaströnd og í Skagafirði. Glæsilegir vinningar eru í boði fyrir heppna gesti: Allir sem heimsækja að minnsta kosti 4 söfn lenda í lukkupotti og geta unnið.

Verkefnið er styrkt af Menningaráði Norðurlands vestra. Meiri upplýsingar og dagskrá má finna á vefsíðunni www.huggulegthaust.is.