Sönghópur Félags eldri borgara í Skagafirði syngur í Hólaneskirkju

 

Sönghópur Félags eldri borgara í Skagafirði heldur söngskemmtun í Hólaneskirkju á Skagaströnd,  sunnudaginn 11. maí og hefst skemmtunin kl. 15:00. Fjölbreytt söngskrá verður en söngstjóri og undirleikari er Jóhanna Marín Óskarsdóttir, um einsöng sér Þorbergur Skagfjörð Jósefsson og Hermann Jónsson leikur á harmonikku.

Aðgangur ókeypis.