Sorphreinsun gefur burðarpoka

Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar ehf fagnar 25 ára afmæli sínu á árinu 2015. Af því tilefni lét fyrirtækið útbúa margnota burðarpoka með ýmsum áletrunum sem rekja má til ummæla viðskiptavina og starfsmanna fyrirtækisins.
Pokanum verður dreift á öll heimili í Austur Húnavatnssýslu sem hefur verið starfssvæði fyrirtækisins í 25 ár. Með gjöfinni vill Sorphreinsun VH. minna á hvetja til endurnýtingar og minnkunar á einnota burðarpokum úr plasti.
Vilhelm  afhenti Magnúsi sveitarstjóra fyrsta pokann með þeim ummælum að fyrirtæki hans hafi tekið fyrsta sorppokann á Skagaströnd fyrir 25 árum og því vilji hann hefja afhendingu burðarpokanna hjá sveitarfélaginu